Valsarar í U15 á Norðurlandamótinu í körfu

Þrír Valsarar voru í unglingalandsliði 15 ára drengja sem tók þátt í opnu norðurlandamóti í körfuknattleik í Kaupmannahöfn um liðna helgi. 

Ísland stóð sig vel unnu m.a. góða sigra á Finnlandi og Svíðþjóð. Valsmennirnir voru félaginu til mikils sóma og léku allir vel.  Leikmennirnir eru Ástþór Atli Svalason, Ólafur Björn Gunnlaugsson og Gabríel Boama. 

Ástþór var valinn besti leikmaður Íslands í tveimur leikjum, Ólafur í einum leik og Gabríel í einum leik. 

Valur.is óskar þeim til hamingju með þennan áfanga.Athugasemdir