Sumarnámskeið Vals - Skráning á námskeið 5 í fullum gangi

Um leið og við þökkum ykkur fyrir vikuna í sumarnámskeiðum Vals viljum benda á að skráning á námskeið 5 (ásamt námskeiðum 6-7) er enn í fullum gangi.

Sumarstarf Vals er nú meira en hálfnað og einungis þrjú námskeið af sjö eftir. Vika fjögur gaf vikum 1-3 lítið eftir og var mikið fjör þrátt fyrir að veðrið hafi sett smá strik í reikniginn. Við látum það þó ekki hafa áhrif á okkur og munum blása til sóknar í næstu viku. Sumarbúðir í borg munu fara í þrjár skemmtilegar ferðir, í húsdýragarðinn, sund í Vesturbæjarlaug og í lok vikunar mun hópurinn skella sér í heimsókn til nágranna okkar í íþróttafélaginu Mjölni.

Stjórnendur starfsins höfðu þetta að segja eftir viku fjögur.

Anna Þorsteinsdóttir (Umsjónarmaður Sumarbúða): "Krakkarnir eru búnir að vinna vel í þessari viku þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við okkur. Eftir pylsuveisluna í hádeginu í dag fór sólin að skína og við áttum frábæran dag í Öskjuhlíðinni og við tökum jákvæða orku með okkur inn í næstu viku sem verður viðburðarrík - okkur hlakkar til!"

Rasmus Christiansen (einn umsjónarmanna knattspyrnuskólans): "Góð vika að baki í knattspyrnuskólanum, þema vikunar í anda evrópuleik meistaraflokks karla sem stóðu sig líkt og krakkarnir með stakri prýði. Skiptum um gír í næstu viku í ljósi þess að EM kvenna fer senn að byrja og munum við tengja æfingarnar og leiki við mótið sem byrjar næstu helgi"

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sumarbúðir í borg:

 

Umsjón:Anna Þorsteinsdóttir - íþróttakennari

Email: annathorsteinsdottir@simnet.is

Sími: 777-3309 (aðeins á vinnutíma)

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Knattspyrnusóli Vals:

 

Umsjón:Elísa Viðarsdóttir & Rasmus Christiansen

Email: elisavidars@gmail.com

Sími: 856-9691 (aðeins á vinnutíma)

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Tekið er við skráningu og greiðslu á staðnum fyrir þá sem það kjósa - Vinsamlegast leitið aðstoðar á skrifstofu ef svo ber undir.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 

Sjá einnig: Bæklingur um sumarstarf Vals

Sjá einnig: Bæklingur um sumarstarf Vals (English summary)

Heimasíða: www.valur.is/born-unglingar/sumarstarf-vals-2017

 

Smelltu hér til að skrá iðkanda á námskeið!Athugasemdir