ÍBV - Valur: Kemur þú með?

Gríðarlega mikilvægur leikur hjá mfl.karla á móti ÍBV í Vestmannaeyjum laugardaginn 26. ágúst þar sem áhorfendur geta skipt sköpum.

Valur stefnir á að bjóða upp á rútuferð til Landeyjarhafnar og til baka á frábæru verði fyrir stuðningsmenn ef næg þátttaka næst.

Lagt verður af stað frá Hlíðarenda kl 10.00, Herjólfur fer kl 12:45 til Eyja og til baka kl 19:00 þar sem rútan bíður okkar. Áætluð heimkoma á Hlíðarenda er kl 22:00.

Valur niðurgreiðir rútuferðina og kostar hún einungis 2.000 kr pr/mann.

Mikilvægt er að staðfesta áhuga á ferðinni hérna fyrir 18. ágúst. 

  • Staðfesta verður áhuga fyrir 18.ágúst.
  • Rútuferðin verður einungis farin ef næg þátttaka næst.
  • 17 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum
  • Athugið að hver og einn er ábyrgur fyrir kaupum á farmiðum í Herjólf og á leikinn sjálfan

Áfram Valur!Athugasemdir