Íþróttaveisla um helgina: Evrópukeppnin í handbolta og Pepsi deild karla

Það verður sannkölluð íþróttaveisla um helgina að Hlíðarenda og nóg um að vera. Handknattleikslið Vals tekur á móti ítalska liðinu SSV Bozen í Evrópukeppni EHF en liðin eigast við í tveimur leikjum.

Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 9. september kl. 16:00 og sá seinni daginn eftir á sama tíma. Miðaverð eru litlar 1.000 kr. og frítt er fyrir 16 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa miða á báða leikina á 1.500 krónur. 

Strax í kjölfar handboltaleiksins á sunnudaginn eða kl. 19:15 munu Valur og Breiðablik eigast við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins og ljóst að okkar menn munu leggja allt í sölurnar. 

Fjölbreytt dagskrá verður fyrir handboltaleikinn á sunnudeginum þar sem öllum iðkendum sem mæta í Valsfatnaði verður boðið upp á andlitsmálningu og pizzuveislu. Iðkendur og foreldrar eru svo hvattir til að fjölmenna á leik Vals og Breiðabliks strax á eftir. 

Fálkarnir verða að vanda við grillin þannig enginn þarf að fara svangur á völlinn! Mætum um helgina og styðjum liðin okkar til sigurs.

Dagskráin um helgina:

Laugardagur | 9. september 

10:00 Úrslitakeppni 5. fl. kv (Íslandsmót - KSÍ)

16:00 Valur - SSV Bozen (EHF Handbolti)

Sunnudagur | 10. september 

15:00 Andlitsmálning og Pizzaveisla fyrir iðkendur

16:00 Valur - SSV Bozen (EHF Handbolti)

18:00 Fálkarnir opna grillin

19:15 Valur - Breiðablik (Pepsi deild kk)