Valskórinn

Valskórinn hefur æfingar að nýju mánudaginn 18. september n.k. kl. 19 í Kapellunni á Hlíðarenda

Nýir kórmeðlimir eru boðnir velkomnir á æfingar sem eru vikulega í Kapellunni á mánudögum kl. 19 - 21.

Bára Grímsdóttir er kórstjóri Valskórsins sem er blandaður af báðum kynjum og öllum aldri. Framundan er 25 ára afmælisár og má búast við miklu fjöri. 

Reglubundið eru jólatónleikar og vortónleikar auk þess sem kórinn kemur fram á íþróttamanni Vals á gamlársdag.  Athugasemdir