Bikardagur - Mánudaginn 2. október og skóskiptimarkaður

Það verður sannkallaður bikardagur mánudaginn 2. október að Hlíðarenda þegar leikmenn Íslandsmeistara Vals munu mæta með Íslandsmeistarabikarinn og gleðja yngriflokkaiðkendur félagsins. 

Dagskráin hefst kl. 16:30 og geta iðkendur fengið myndir af sér með bikarinum auk þess sem farið verður í vítaspyrnukeppni og fleiri leiki. 

Þá verður einnig skóskiptimarkaður milli 16 og 18 þar sem foreldrar geta komið með fótboltaskó sem ekki eru í notkun, skipt á skóm eða einfaldlega komið þeim til iðkenda sem hafa not fyrir þá. Athugasemdir