Ólafur Karl Finsen skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur samið við sóknarmanninn Ólaf Karl Finsen um að leika með félaginu næstu þrjú árin. Ólafur sem er 25 ára var samningslaus en var áður hjá Stjörnunni.

Ólafur Karl var lykilmaður í liði Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari 2014. Í byrjun sumars 2016 sleit Ólafur krossband en núna er hann að komast í gott leikform. Ólafur hóf meistaraflokksferil sinn árið 2008 í Garðabæ, en fór svo í atvinnumennsku til AZ Alkmaar í tvö ár og kom svo Stjörnuna á ný. Hann hefur einnig leikið með Selfyssingum hérlendis auk Ulf Sandes ytra.
Ólafur á 124 leiki að baki í efstu deild á Íslandi og hefur skorað 29 mörk í þeim.

Ljós er að sóknarmöguleikum Vals mun fjölga með komu þessa hæfileikaríka knattspyrnumanns og eru Valsmenn ánægðir með að Ólafur er kominn til félagsins.