Kristófer og Sigurður í U16 og Kári Daníel í U15

Dean Martin, landsliðsþjálfari U15 ára karla valdi á dögunum leikmenn til þátttöku á æfingum vegna undirbúnings fyrir æfingaleiki gegn Færeyjum. 

Æfingarnar fara fram dagana 20.-22. október og í hópnum er Valsarinn Kári Daníel Alexandersson í hópnum. 

Þá valdi Þorlákur Árnason þjálfari U16 ára karla einnig úrtakshóp sem kemur til æfinga sömu helgi og honum eru tveir Valsarar, þeir Kristófer André Kjeld Cardoso og Sigurður Dagsson. 

Valur.is óskar strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.Athugasemdir