"Valur er félagið sem allir horfa til núna", Ívar Örn Jónsson skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur samið við Ívar Örn Jónsson, 23 ára fjölhæfan knattspyrnumann um að leika með Val næstu þrjú tímabilin. Ívar var samningslaus en lék síðast með Víkingum og var fastamaður þess liðs. Ívar getur getur leyst margar stöður á vellinum og hefur afskaplega góða skottækni, enda oft kenndur við aukaspyrnur.

Ívar Örn byrjaði meistaraflokksferil sinn hjá HK árið 2011 en fór til Víkins árið 2013. Alls hefur Ívar spilað 136 mfl.leiki og skorað í þeim 18 mörk, flest með langskotum. Ívar á jafnframt leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.
Ívar hefur á undanförnum tímabilum sannað sig sem einn af betri leikmönnum efstu-deildar karla, er eins og áður segir mjög fjölhæfur og getur þannig leyst stöður víðsvegar á vellinum.


Knattspyrnudeild Vals lýsir yfir ánægju með að hafa fengið Ívar til liðs við sig.

Í stuttu samtali við heimasíðu Vals sagði Ívar:"Þetta er félagið sem aðrir líta til. Valur er stórt félag og hér á að að bæta ofan á það sem komið er."