Handknattleiksdeild Vals og Altis hafa gert samstarfssamning.

Handknattleiksdeild Vals og Altis hafa gert samstarfssamning um að meistaraflokkar félagsins spili næstu tvö tímabil í Mizuno skófatnaði.

 

Ómar Ómarsson stjórnarmaður Vals og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis undirrituðu samninginn nú á dögunum.  

 

"Þetta er gott skref fyrir félagið að ná samning við Mizuno um að leikmenn félagsins séu í eins góðu merki og Mizuno er" segir Ómar Ómarsson.

 

Við erum gríðarlega ánægð með samstarfssamninginn við Val og full tilhlökkunar fyrir samstarfinu.  Við komum til með að bjóða upp á skó eftir áramót fyrir yngri og eldri flokka í verslunum Altis í Kringlunni (Bíógangi) og í Bæjarhrauni er haft eftir Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur.

 

Mizuno var stofnað árið 1906 og hefur verið leiðandi vörumerki í skófatnaði íþróttamanna.  Margar af helstu stjörnum handknattleiks nota Mizuno, sem dæmi má nefna Guðjón Val Sigurðsson sem fer hér yfir nýjustu línu Mizuno Wave Mirage 2

 

https://www.mizuno.eu/en/united-kingdom/stories/innovation-meets-expertise/236-2645.html