Hallbera Gísladóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skrifa undir samninga við Val

Hallbera Gísladóttir gerir samning við Val til þriggja ára. Hallberu þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hún hefur spilað 120 leiki í deild og bikar fyrir Val. Hún á að baki 90 landsleiki og átt farsælan feril í atvinnumennsku. Hún kemur til Vals frá sænska liðinu Piteá.

Elín Metta er 22 ára og hefur leikið með Val allan sinn feril. Þrátt fyrri ungan aldur þá á hún að baki 118 leiki í deild og bikar með Val og hefur skorað í þeim leikjum 81 mörk. Elín Metta hefur leikið 32 A-landsleiki ásamt fjölda leikja með yngri landsliðum. Elín Metta sem gerir þriggja ára samning var kjörin besti leikmaður Vals á liðnu tímabili.

Mist Edvardsdóttir kom til Vals árið 2011 og hefur leikið með félaginu síðan. Mist hefur verið að ná sér af meiðslum sem hún varð fyrir á seinasta ári. Endurhæfing hefur gengið mjög vel og hún byrjuð að æfa og verður klár þegar deildin byrjar í sumar. Samningur Mistar er til tveggja ára.

Það er einkar ánægjulegt að þessar öflugu knattspyrnukonur hafi skuldbundið sig til að leika með Val næstu árin.