Haukur Páll Sigurðsson og Bjarni Ólafur Eiríksson framlengja samninga sína við knattspyrnudeild Vals

Knattspyrnumennirnir Haukur Páll Sigurðsson og Bjarnir Ólafur Eiríksson hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Vals.

Bjarni Ólafur mun spila út árið 2019 og Haukur Páll ári lengur, eða til 2020.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Vals út árið 2020.
Haukur hefur spilað 159 mfl.leiki fyrir Val í öllum keppnum og skorað í þeim 22 mörk.
Haukur Páll hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti miðjumaður landsins.

Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður, hefur framlengt samning sinn við Val út árið 2019.
Bjarni Ólafur, sem er uppalinn í Val, hefur nú þegar leikið 282 leiki fyrir félagið og skorað 21 mark í þeim.
Bjarni, sem er ríkjandi Íþróttamaður Vals, skoraði 5 mörk á síðustu leiktíð þegar Valur varð Íslandsmeistari.







Athugasemdir