Jólasveinn kom í heimsókn á æfingu

Fyrir jól fengu körfuknattleiksiðkendur í minnibolta 6-7 ára skemmtilega heimsókn frá Bjúgnakræki sem vakti mikla kátínu. 

Börnin voru hreint út sagt hneyksluð á þeim aðferðum sem jólasveinninn beitti í körfubolta. Hann var meðal annars sakaður um það að svindla, beita óheiðarlegum brögðum og að ýkja eigið ágæti í körfuknattleik.

Hið góða er þó að allir fóru ánægðir heim að lokum og í miklu jólaskapi. Þá er ljóst að þrátt fyrir að Bjúgnakrækir sé búinn að æfa sig í 200 ár í hellinum þá þarf hann að æfa í nokkur ár í viðbót ætli hann sér að slá í gegn á vellinum.

Á m.f. link er hægt sjá myndband sem þjálfari flokkanna, Pálmar Ragnarsson gerði í tilefni af heimsókninni - Sjón er sögu ríkari: 

https://www.facebook.com/palmarragnarsson/posts/10155005008076666

Við minnum á að skráning fyrir vorönn 2018 er í fullum gangi en hægt er að ganga frá skráningu í allar greinar hér: https://innskraning.island.is/?id=valur.felog.is