Benedikt og Tryggvi til Aþenu með U16 í handbolta

Maksim Akbashev landsliðsþjálfari U-16 ára í handknattleik valdi á dögunum 16 leikmenn sem taka þátt í Vrilittos mótinu í Aþenu í Grikklandi 30. mars - 3. apríl nk.

Þetta er í sjötta skiptið sem mótið er haldið og munu 8 landslið taka þátt í ár. Þetta er fyrsta mótið sem þessi hópur tekur þátt í en hópurinn fór í æfingaferð til Danmerkur síðastliðið sumar.

Í hópnum eru tveir Valsarar, þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Tryggvi Garðar Jónsson auk þess sem Breki Hrafn Valdimarsson verður til vara. 

Valur.is óskar strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í Grikklandi.