Jóhann Emil Elíasson ráðinn yfirstyrktarþjálfari Vals

Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Jóhann Emil Elíasson sem yfirstyrktarþjálfara félagsins. Jói mun sinna yfirumsjón og þjálfun allra deilda félagsins. Ennfremur mun Jói hafa yfirumsjón með tækjasal, sinna mælingum, séræfingum, og koma að fræðslu.  

Ekki þarf að fjölyrða hversu mikil fengur það er fyrir Val að hafa svo öflugann og sérhæfðann styrktarþjálfara fyrir félagið, í fullu starfi.

Jói er fæddur og uppalinn í Keflavík og lék knattspyrnu með Keflavík alla yngri flokka, spilaði með Reyni Sandgerði, Þrótti Vogum og Ými í meistaraflokki. Hann byrjaði að starfa sem einkaþjálfari 1996 í Lífsstíl í Keflavík og hefur unnið með íþróttafólki, íþróttaliðum og almenningi síðan þá.

Jói útskrifaðist frá KHÍ 2002 með B.Sc. í íþróttafræðum.  Hann starfaði sem íþrótta-& sundkennari árin 2002-2016 í Keflavík & Álftanesi, en hann stofnaði Spörtu heilsurækt um mitt ár 2013.

Hann hóf störf sem styrktarþjálfari mfl.karla í knattspyrnu hjá Val í nóvember 2016 og hefur skilað mjög góðu starfi þar. Það er frábært að við getum notið krafta hans fyrir allt félagið og bjóðum við Jóa velkominn í okkar öfluga lið.

Jói Styrkur handsal.jpg

Lárus og Jói handsala hér samstarfið (mynd:valur.is)

Nánari upplýsingar veitir:

Lárus Bl. Sigurðsson, framkvæmdastjóri

larus@valur.is  | 7788725