Kristófer og Sigurður til úrtaksæfinga með U16

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi á dögunum 30 manna hóp til úrtaksæfinga í febrúar. 

Í hópnum eru tveir Valsarar, þeir Kristófer André Kjeld Cardoso og Sigurður Dagsson. 

Valur.is óskar strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum sem fara fram dagana 16. - 18. febrúar. Athugasemdir