Íþróttaskóli Vals fellur niður laugardaginn 10. febrúar

Íþróttaskóli Vals fellur niður laugardaginn 10. febrúar vegna verðurs. Gul viðvörun er í gildi og spáir norðvestan hvassviðri eða stormi þar sem hviður geta farið í allt að 30 metra á sekúndu. Hætta er á blindbil og snjókomu með tilheyrandi skafrenningi og því líklegt að samgöngur raskist af þeim sökum.

Næstu helgi, eða þann 17. febrúar verður íþróttaskólinn svo í fríi vegna vetrarleyfis grunnskóla. Næsti íþróttaskóli verður þ.a.l. laugardaginn 24. Febrúar og hlökkum við til að taka á móti krökkunum að nýju.

Eigið góða helgi og farið varlega í óveðrinu.







Athugasemdir