Fjórar Valsstelpur til úrtaksæfinga með U17

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U17 ára kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum 22 leikmenn til úrtaksæfinga sem fara fram 23. og 24. febrúar n.k. 

Í hópnum eru fjórar Valsstelpur, þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Hallgerður Kristjánsdóttir, Ísabella Anna Húbertsdóttir og Signý Ylfa Sigurðardóttir. 

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum. Athugasemdir