Fjórtán Valsarar taka þátt í hæfileikamótun KSÍ.

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1 kynnti á dögunum hópa fyrir æfingar sem fara fram í Reykjavík dagana 27.-28. mars. 

Æfingarnar fara fram í Egilshöll, en stúlkur æfa 27. mars og piltar 28. mars. Alls eru 14 fulltrúar frá Val í þessum hópum, fimm strákar og níu stelpur. Strákarnir eru þeir Bele Alomerovic, Bjarmi Kristinsson, Dagur Máni Ingvason, Heimir Tjörvi Magnússon og Hilmar Starri Hilmarsson.

Stelpurnar eru Eva Stefánsdóttir, Fanney Birkiscdóttir, Fjóla Rúnarsdóttir, Hildur Búadóttir, Katla Tryggvadóttir, Kristín Anna Smári, Salka Mei Andrésdóttir, Sigríður Th. Guðmundsdóttir og Snæfríður Eva Eiríksdóttir. 

Valur.is óskar krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.