Valur Scania Cup meistari drengja fæddir 2002

Valur varð um helgina Scania Cup meistarar drengja fæddir 2002 eftir sigur gegn AGF frá Danmörku í úrslitaleik 72 -68.

Mótið er óopinbert Norðurlandamót félagsliða það sterkasta í Skandinavíu. 

Eftir mótið voru þeir Ólafur Gunnlaugsson og Gabríel Boama báðir valdir í úrvalslið mótsins og þá var Gabríel einnig valinn besti leikmaðurinn. Hann fetar þar með í fótspor Jóns Arnórs Stefánssonar, Hauks Helga Pálssonar og Helenu Sverrisdóttur sem öll hafa verið valin "Scania-Kóngur" mótsins.

Þá var Ástór Atli Svalason stigakóngur mótsins með 20,5 stig að meðaltali í leik og alls 28 í sjálfum úrslitaleiknum. 

Valur.is óskar drengjunum og þjálfarateyminu, þeim Ágústi Björgvinssyni og Svala Björgvinssyni til hamingju með árangurinn. 

 Athugasemdir