Benedikt og Tryggvi í silfurliði Íslands á Vrilittos Cup

Íslenska U16 ára landsliðið í handbolta tók þátt í Vrilittos Cup mótinu sem fór fram í Aþenu um liðna helgi. Í liðinu voru Valsararnir Benedikt Gunnar Óskarsson og Tryggvi Garðar Jónsson. 

Liðið gerði sér lítið fyrir og lék til úrslita á mótinu gegn Króötum en máttu sætta sig við eins marks tap eftir flautumark undir blálokin. 

Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og var Benedikt meðal annars valinn maður mótsins. 

Valur.is óskar stráknunum til hamingjum með árangurinn á mótinu. Athugasemdir