Dagbjört og Elín í æfingahóp U20 kvennaliðs Íslands

Á dögunum var valinn 25 manna æfingahópur leikmanna U20 ára stúlkna í körfubolta þar sem Valur á tvo fulltrúa. Það eru þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir. 

U20 lið kvenna mun hefja æfingar eftir miðjan maí (úrslit yngri flokka) og endanlegt lið valið í byrjun júní. Liði mun svo taka þátt í Evrópukeppni FIBA dagana 7.-15. júlí í Oradea í Rúmeníu.

Þjálfari liðsins er Finnur Jónsson og honum til aðstoðar verður Hörður Unnsteinsson.

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum. 

 Athugasemdir