Valur Lengjubikarmeistari 2018

Valur er Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Grindavík 4-2 í úrslitaleik móstsins sem fór fram á Eimskipsvelli Þróttar í Laugardal. 

Mörk Vals í leiknum gerðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem gerði tvö. 

Þetta var þriðji sigur Vals í Lengjubikarinum en áður hafði liðið unnið árin 2008 og 2011. Athugasemdir