Úrslitakeppni Domino´s deild kv: Valur - Keflavík, föstudag kl. 19:15

Valur og Keflavík mætast í fjórðu viðureign liðanna föstudagskvöldið 13. apríl í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfuknattleik. 

Leikurinn fer fram að Hlíðarenda og hefst stundvíslega kl. 19:15. Valur leiðir einvígið 2-1 en Keflavík minnkaði muninn í síðustu viðureign með öruggum sigri.

Sigurvegari einvígisins mætir Haukum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Valur.is hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda og styðja stelpurnar til sigurs. Athugasemdir