Fyrirlestur: Styrktarþjálfun íþróttamanna

Það er komið að þriðja fyrirlestrinum í fræðsluröðinni ookkar - "Styrktarþjálfun unga íþróttamanna" og mun Jóhann Emil Elíasson fara með framsögu um efnið. Jói var ráðinn yfirstyrktarþjálfari Vals fyrr á árinu og kemur að þjálfun allra iðkenda niður í 13 ára aldur. 

Jói er íþróttafræðingur með áratuga reynslu af styrktarþjálfun og í framsögu sinni fer hann yfir mikilvægi styrktaræfinga. 

Hvaða ávinning hlýtur íþróttamaður af réttri styrktarþjálfun? Hvað er rétt styrktarþjálfun? Hvernig get ég gert styrktaræfingar sjálfur aukalega? Þessum ásamt fleiri spurningum mun Jói svara næstkomandi mánudag kl. 18:30 í Valsheimilinu.