Úrslitaeinvígi Olís deildar kv: Valur - Fram, mánudag kl. 19:30

Valur og Fram mætast í þriðja leik úrslitaeinvígis Olís-deildar kvenna í handknattleik, mánudagskvöldið 23. apríl kl. 19:30 að Hlíðarenda. 

Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn á heimavelli og er staðan í einvíginu 1-1. Það þarf því ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins og skiptir stuðningur áhorfenda miklu máli. 

Leikurinn hefst sem fyrr segir kl. 19:30 og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna. Athugasemdir