Úrslitaeinvígi Domino´s deild kv: Valur - Haukar (Leikur 4), í kvöld kl. 18:00

Valur og Haukar eigast við í dag í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna í körfuknattleik. 

Haukar leiða einvígið 2-1 og þurfa Valsstúkur nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sér oddaleik. 
Blásið verður til körfuboltadags í Valsheimilinu þar sem iðkendur yngriflokka æfa saman milli 16 og 17. Klukkutíma fyrir leik er svo boðið í pizza-veislu áður en flokkarnir fjölmenna á leikinn. 
Við hvetjum stuðningsmenn Vals nær og fjær til að fjölmenna og styðja stelpurnar sem eru í fyrsta skipti í lokaúrslitum -  þær þurfa á ykkar stuðning að halda!Athugasemdir