Úrslitaeinvígi Olís-deildar kv: Fram - Valur, í kvöld kl. 20:00

Valur sækir Fram heim í kvöld þegar liðin mætast í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 

Fram leiðir einvígið 2-1 og þurfa Valsstúlkur nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sér oddaleik í Valsheimilinu sunnudaginn 29. apríl.  

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna í Safamýrina. Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í vetur og eiga stuðninginn svo sannarlega skilið - Allir á völlinn!Athugasemdir