3. flokkur karla Reykjavíkurmeistari

Þriðji flokkur karla í knattspyrnu varð um helgina Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fylki á Origovellinum að Hlíðarenda. 

Mörk Vals í leiknum gerðu þeir Flosi Valgeir Jakobsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og var eitt markið sjálfsmark.

Valur endaði á toppi riðilsins með 19 stig og í öðru sæti voru Fylkismenn með 14. Gaman er að segja frá því að í marki liðsins stóð Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.

Á meðfylgjandi mynd má sjá liðið ásamt þjálfurum þess, þeim Hallgrími Dan Daníelssyni, Atla Sigurðssyni og Jóhanni Pál Einarssyni.