Pepsi deild kvenna: Valur - Selfoss, í kvöld kl. 19:15

Boltinn rúllar af stað hjá meistaraflokki kvenna í kvöld þegar liðið mætir Selfossi í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna á Origo vellinum að Hlíðarenda. 
 
Í tilefni að því langar knattspyrnudeild Vals að bjóða áhorfendum á völlinn og vonast er til að fullt af fólki mæti í stúkuna til að hvetja stelpurnar til dáða. Fjósið verður opið fyrir leik og mikið stuð í gangi.
 
Leikurinn hefst klukkan 19:15 - Allir á völlinn!