Góð ráð til Valsforeldra

Sem foreldri getur þú tekið þátt í því að gera íþróttir barna og unglinga að eftirminnilegri og jákvæðri reynslu. Hér eru nokkrar ábendingar sem vert er að gefa gaum.

 • Komdu á æfingu eða á leiki þegar þú getur. Það virkar hvetjandi fyrir barnið líka þegar það eldist.
 • Hrósið öllum iðkendum meðan á æfingum eða leik stendur, ekki aðeins dóttur þinni eða syni.
 • Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs, ekki gagnrýna.
 • Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans, ekki reyna að hafa áhrif á störf hans á meðan á leik stendur.
 • Dómarinn á að gæta að öryggi barnanna, dæma leikinn sanngjarnt eftir bestu getu og stuðla að ánægjulegum leik fyrir börnin. Ekki gagnrýna ákvarðanir hans.
 • Hafið áhrif og hvetjið börnin til þátttöku, íþróttir eiga að vera skemmtilegar.
 • Spyrjið hvort leikurinn eða æfingin hafi verið skemmtileg eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.
 • Sýnið starfi félagsins virðingu. Verið virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um þjálfun og markmið félagsins, þar er ykkar vettvangur.
 • Mundu að það er barnið þitt sem er þátttakandi í íþróttum - ekki þú. Sumum foreldrum hættir til að gleyma því.
 • Standið saman um fjáraflanir og félagstarf í yngri flokkunum.
 • Leggið ykkar að mörkum til að íþróttaiðkun barna ykkar verði raunveruleg forvörn gegn hvers kyns vá.

 

Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliðiAthugasemdir