Úrslitadagur yngriflokka - þrjú Valslið keppa til úrslita

Úrslitadagur yngri flokka í handknattleik verður í Framhúsinu Safamýri fimmtudaginn næstkomandi. Valur á þrjá fulltrúa í úrslitum þar 4. flokkur karla yngra og eldra árs ásamt þriðja flokk leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil.

4. flokkur karla yngri ríður á vaðið kl. 12:00 þegar liðið mætir Selfyssingum. Klukkan 16:00 eigast sömu lið við á eldra ári og klukkan 20:00 leikur Valur við sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis í 3. flokki karla.  

Dagskrá Valsliða | Fimmtudaginn 10. maí

12:00 | 4. fl. kk yngri: Valur - Selfoss

16:00 | 4. fl. kk eldri: Valur - Selfoss

20:00 | 3. fl. kk: Fjölnir/Fylkir - Valur


Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna í Safamýrina og styðja iðkendurnar okkar til dáða! Athugasemdir