Valur fjórfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum

Valur varð í gær þrefaldur Íslandsmeistari yngri flokka í handbolta á úrslitadegi HSÍ sem var haldinn í Framhúsinu í Safamýri. 

Í 4. flokk karla yngri vann lið Vals Selfyssinga með 23 mörkum gegn 20 og var Tryggvi Garðar Jónsson valinn maður leiksins með 7 mörk.

Í 4. flokk karla eldri hafði Valur einnig betur gegn Selfyssingum með 24 mörkum gegn 17 þar sem Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn maður leiksins með 9 mörk. 

3. flokkur karla mætti svo sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis þar sem lærisveinar Heimis og Antons fóru á kostum í síðari hálfleik eftir að hafa verið undir í hálfleik 17-16. Lokatölur voru 37-29 og var Arnór Snær Óskarsson valinn maður leiksins með 11 mörk. 

Þá varð 6. flokkur kvenna yngri Íslandsmeistari á dögunum eftir lokamót Íslandsmótsins sem fór fram í Víkinni á dögunum.

Valur.is óskar iðkendum og þjálfurum hjartanlega til hamingju með árangurinn sem er stórkostlegur - Áfram Valur!