Lokhóf meistaraflokka körfunnar 2018 - Guðbjörg og Austin Magnús valin bestu leikmennirnir

Lokahóf meistaraflokka Vals í körfubolta var haldið miðvikudaginn 9. maí þar sem leikmenn, þjálfarar og aðrir sem standa að baki meistaraflokkunum komu saman og gerðu sér glaðan dag.

Á lokahófinu voru kosnir leikmenn ársins, bestu varnarmennirnir og þeir leikmenn sem hafa sýnt mestar framfarir. Veittar voru viðurkenningar fyrir að hafa spilað 50, 100 og 200 leiki með meistaraflokkum Vals. Að lokum var einum sjálfboðaliða veitt viðurkenningin "Valshjartað" fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og Vals.

Besti leikmaðurinn: Guðbjörg Sverrisdóttir og Austin Magnús Bracey

Besti varnarmaðurinn: Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Benedikt Blöndal

Mestar framfarir: Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Illugi Steingrímsson

Leikir spilaðir með meistaraflokkum Vals:

200 leikir: Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir

150 leikir: Birgir Björn Pétursson

50 leikir: Bylgja Sif Jónsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Bergur Ástráðsson, Illugi Steingrímsson, Þorgeir Blöndal og Sigurður Páll Stefánsson

Valshjartað 2018: Guðlaugur Ottesen Karlsson