Ragnhildur Edda með U20 á HM í Ungverjalandi

Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir þjálfarar U-20 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum 16 leikmenn sem taka þátt á HM í Ungverjalandi í sumar.

Íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á HM með því að ná 2. sæti í undanriðli sem haldinn var í Vestmannaeyjum í lok mars. Þar unnu stelpurnar okkar góða sigra á Litháen og Makedóníu en töpuðu naumlega fyrir Þýskalandi.

Í hópnum er Valsstelpan Ragnhildur Edda Þórðardóttir og óskum við henni til hamingju með valið. Heimsmeistaramótið fer fram í Debrecan í austurhluta Ungverjalands í byrjun júlí. Stelpurnar okkar eru í riðli með Rússlandi, S-Kóreu, Slóveníu, Kína og Chile í mótinu. Fjögur efstu liðin í riðlinum komast í 16-liða úrslit.Athugasemdir