Vel sóttur fyrirlestur um hlutverk foreldra

Dr. Viðar Halldórsson, íþróttafélagsfræðingur, hélt verulega fróðlegt erindi í Valsheimilinu á mánudagskvöldið. Yfirskriftin var "Hvað er það að vera íþróttaforeldri" og var fyrirlestrasalurinn okkar þétt setinn.

Gaman var að sjá svona góða mætingu hjá áhugasömum Vals-foreldrum sem gátu án vafa tekið marga áhugaverða punkta úr erindinu með sér heim.Athugasemdir