Auður og Ísabella í æfingahóp U18

Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson þjálfarar U18 ára landsliðs kvenna í handbolta völdu á dögunum 25 stúlkur til æfinga helgina 8. - 10. júní nk.

Eftir þessa æfingahelgi verður valinn 16 manna lokahópur sem fer til Slóvakíu í júlí og leikur þar vináttulandsleiki gegn heimastúlkum.
Æfingar helgarinnar fara fram í Kaplakrika.

Í hópnum eru tvær Valsstelpur þær Auður Ester Gestsdóttir og Ísabella María Eiríksdóttir. Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.