Ásdís og Ída með U16 til Gautaborgar í júlí

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson völdu á dögunum hóp leikmanna U16 fyrir European Open í Svíþjóð í byrjun júlí.

Í hópnum eru Valsstelpurnar Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Ída Margrét Stefánsdóttir. 

Mótið fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 2. - 6. júlí og er íslenska liðið í riðli með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan.

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu í júlí. Athugasemdir