Þrjár Valsstelpur í U16

U16 ára landslið kvenna keppir á Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Hamar í Noregi 1.-9. júlí næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson þjálfari liðsins hefur valið þá 20 leikmenn sem keppa á mótinu. Valur á þrjá fulltrúa í hópnum og það eru þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving. Liðið kemur saman 29. júní til æfinga og flýgur til Noregs 1. júlí.

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu.