Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi, Knattspyrnufélaginu Val og Ólafi Jóhannessyni

Að undanförnu hafa ásakanir gengið á milli Víkings og Ólafs Jóhannessonar í fjölmiðlum vegna leiks Víkings og Völsungs í deildarkeppni árið 2013.

Aðilar eru sammála um að margt af því sem fram hefur komið hefði mátt kyrrt liggja og ekki ástæða til þess að mál þróist með þeim hætti sem raun ber vitni. 

Að frumkvæði þeirra knattspyrnufélaga sem í hlut eiga, hefur náðst full sátt í málinu á milli Ólafs Jóhannesson, Knattspyrnufélagsins Víkings og Knattspyrnufélagsins Vals og er málinu hér með lokið af hálfu allra aðila.