Sjö Valsstrákar í U18

Heimir Ríkarðsson, þjálfari U18 ára landsliðs karla, hefur valið 16 leikmenn sem munu spila á Nations Cup í Lübeck í Þýskalandi dagana 27. júní - 2. júlí. Mótið er undirbúningur fyrir EM 18 ára landsliða sem fram fer í Króatíu í ágúst.

Valur á sjö fulltrúa í hópnum en það eru þeir:
          Arnór Snær Óskarsson
          Eiríkur Þórarinsson
          Ólafur Brim Stefánsson
          Sigurður Dan Óskarsson
          Stiven Tobar Valencia
          Tjörvi Týr Gíslason
          Viktor Andri Jónsson

Leikjaplan íslenska liðsins (ath. íslenskir tímar):
          fim. 28. júní     kl. 16:45     Ísland - Noregur
          fös. 29. júní     kl. 18:30     Ísland - Þýskaland
          lau. 30. júní     kl. 14:00     Ísland - ÍsraelAthugasemdir