Líf og fjör í þriðju viku sumarstarfsins - Skráning í viku 4-6 í fullum gangi

Líkt og fyrstu tvær vikur sumarstarfsins hefur vika þrjú verið viðburðarrík og fjörug. Krakkarnir í starfinu gefa lítið fyrir stríðni veðurguðanna og hefur gleðin ríkt við völd.

Í dag klárast körfuboltaskóli vals í bili en hann fer aftur af stað eftir verslunarmannahelgi. Þátttakan hefur verið með besta móti og hlökkum við til að taka á móti körfuboltaiðkendum aftur í ágúst.

Í næstu viku halda Sumarbúðir í borg og knattspyrnuskólinn áfram göngu sinni. Hérna fyrir neðan má sjá hluta af dagskrá sumarbúðanna:

  • Heimsókn í Hallgrímskirkju
  • Heimsókn og lestrarstund á Borgarbókasafn Reykjavíkur
  • Ævintýraferð í fjölskylsu og húsdýragarðinn
  • Heimsókn á Sjóminjasafn Reykjavíkur
  • Sundferð
  • Heimsókn á Árbæjarsafn

Um leið og við þökkum fyrir frábæra viku minnum við á að skráning á námskeið 4 - 6 eru í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins - Hlökkum til að taka á móti krökkunum í næstu viku.Athugasemdir