U16 landslið Íslands í öðru sæti á Norðulandamótinu

U16 ára landslið Íslands í körfuknattleik hafnaði í öðru sæti á nýafstöðnu Norðurlandamóti sem fram fór í Finnlandi.

Í liðinu voru þrír Valsarar þeir Ástþór Atli Svalason, Gabríel Douane Boama og Ólafur Björn Gunnlaugsson. Þjálfari liðsins er Völsurum einnig að góðu kunnur þar sem Ágúst Björgvinsson er við stjórnvölinn.

Liðið sigraði allar fjórar Norðurlandaþjóðirnar en mátti sætta sig við tap gegn Eistlandi. Glæsilegur árangur hjá liðinu og óskum við leikmönnunum og Ágústi til hamingju með árangurinn.Athugasemdir