Líf og fjör í fjórðu viku sumarstarfsins - Skráning í viku 5-6 í fullum gangi

Vikan 2. - 6. júlí 2018 verður í framtíðinni ekki minnst fyrir besta veður sem hefur verið á landinu en krakkarnir í sumarstarfi Vals hafa haft nóg fyrir stafni. Dóra og krakkarnir í sumarbúðunum byrjuðu á ferð í Hallgrímskirkju þar sem farið var upp í kirkjuturninn. Borgarbókasafn Reykjavíkur var sótt heim á þriðjudagsmorgni og á miðvikudaginn fór hópurinn í sund í Vesturbæinn. Í gær fimmtudag fór hópurinn svo í skemmtiferð í fjölskyldu og húsdýragarðinn þar sem allir fengu ís í tilefni af eina "sólardegi" vikunnar. Í morgun hittu krakkarnir svo fornleifafræðing á Árbæjarsafni og var vikunni slúttað með pylsuveislu í hádeginu.

Dagskráin í sumarbúðunum í næstu viku verður ekki síðri:

  • Heimsókn í Hvalasafn Reykjavíkur - stærstu Hvalasýningu í Evrópu
  • Sundferð í Vestubæjarlaug
  • Menningarferð í miðbæinn þar sem krakkarnir heimsækja m.a. Hörpu, Alþingishúsið og Ráðhús Reykjavíkur.
  • Strandferð og sápukúlufjör (ef veður leyfir)
  • Vatnsblöðrustríð
  • Frisbígolf á Klambratúni
  • Heimsókn á Borgarbókasafn Reykjavíkur
  • Heimsókn í íþróttafélagið Mjölni
  • Heimsókn í varðskipið Óðinn 

Dagskráin í fótboltaskólanum þessa vikuna var ekki af verri endanum og voru rúmlega 40 peyjar og meyjar skráðar til leiks. Sendingakeppni og Fótboltagólfmót var það sem var m.a. á boðstólnum þessa vikuna á samt því að krakkarnir æfðu sendingar, fyrirgjafir, 1 á móti 1 og skyttukóng. Vikan endaði svo með hefðbundnum hætti þar sem litla HM að Hlíðarenda var haldið þar sem Saudi Arabia bar sigur úr bítum.

Þá minnum við einnig á að nýtt Tækninámskeið fyrir stelpur og stráka í 5. -4. - og 3. Flokk hefst mánudaginn 9. júlí en námskeiðið stendur yfir í tvær vikur, kennt mánudags - fimmtudags.

Um leið og við þökkum fyrir frábæra viku minnum við á að skráning á námskeið 5 - 6 eru í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins - Hlökkum til að taka á móti krökkunum í næstu viku.Athugasemdir