Sex Valsarar með U18 á EM í Króatíu

Heimir Ríkarðsson hefur valið þá 16 leikmenn sem fara fyrir Íslands hönd á EM 18 ára landsliða í Króatíu 8. - 20. ágúst. Íslenska liðið leikur þar í D-riðli með Slóveníu, Svíþjóð og Póllandi. Riðillinn er leikinn í Varaždin, nyrst í Króatíu.

Í hópnum eru sex Valsarar, þeir Arnór Snær Óskarsson, Eiríkur Þórarinsson, Sigurður Dan Óskarsson, Stiven Tobar Valencia, Tjörvi Týr Gíslason og Viktor Andri Jónsson. Þá er Ólafur Brim Stefánsson til vara. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu. 

Heimasíða mótsins er http://m18euro2018.com/  

Leikir Íslands í riðlakeppninni:

9. ágúst                 kl. 14.30               Ísland - Pólland

10. ágúst             kl. 14:30               Ísland - Svíþjóð

12. ágúst             kl. 12.30               Slóvenía - Ísland