Dómaramál: Hefur þú tak á að leggja hönd á plóg?

Þessa dagana stendur fótboltasumarið sem hæst  og auglýsir Knattspyrnufélagið Valur eftir áhugasömum dómurum. Eins og gefur að skilja þarf fjöldann allan af dómurum og aðstoðardómurum til að manna þá fjölmörgu leiki sem fara fram að Hlíðarenda allan ársins hring.

Félagið er þó lánsamt að búa yfir góðum hóp dómara sem koma úr yngriflokkum félagsins auk þess sem liðsmenn KH hafa staðið sig einstaklega vel í að manna störf.

Betur má ef duga skal og auglýsum við eftir áhugasömum dómurum, hvort sem um ræðir úr foreldrahópum eða á meðal almennra félagsmanna. Við viljum stækka hópinn okkar og mögulega leggja grunn af því að búa til framtíðardómara innan félagsins. Engin krafa er gerð um hversu marga leiki hver dæmir - aðalmálið er að fjölga dómurum innan félagsins.

Áhugasamir eru því vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Vals með því senda póst á valur@valur.is eða með því að óska eftir aðgang að dómarasíðufélagsins á facebook sem er: https://www.facebook.com/groups/373897086116771/

 Athugasemdir