Uppskeruhátíð yngri flokka

Í vikunni fór fram uppskeruhátíð 5., 4. og 3. flokks þar sem flottu tímabili þessara flokka var fagnað.

Þrennar viðurkenningar voru veittar.
Séra Friðriksbikarinn er veittur leikmönnum í 3. flokki stúlkna og drengja sem hafa sýnt afburða félagslegan þroska og verið öðrum iðkendum í félaginu til fyrirmyndar hvort sem það er innan vallar eða utan. Lollabikarinn er farandbikar gefinn af Lolla í Val (Ellerti Sölvasyni) en bikarinn er veittur þeim sem þykir hafa skarað fram úr í leikni með boltann.

Sr. Friðriksbikarinn kk.: Stefán Björn Skúlason
Sr. Friðriksbikarinn kvk.: Katrín Rut Kvaran
Lollabikarinn: Luis Carlos Cabrera