Þrír strákar boðaðir á U17 úrtaksæfingar

Sigurður Dagsson, Kristófer André Kjeld Cardoso og Luis Carlos Cabrera hafa verið boðaðir til æfinga með úrtakshóp U17 ára landsliðs karla sem kemur saman núna í lok vikunnar. Allir urðu þeir Reykjavíkurmeistarar í vor með 3. flokknum og í sumar spiluðu þeir einnig stór hlutverk með 2. flokknum sem var í toppbaráttu í B-deildinni.

 

Flottir fulltrúar Vals sem við óskum góðs gengis.