Ranveig Karlsen ráðin til Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Ranveigu Karlsen sem þjálfara 2. flokks kvenna. Ranveig sem er með UEFA A þjálfaragráðu er reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað m.a hjá LSK Kvinner (Lilleström) og yngri landsliðum Noregs.
Er Ranveig boðin velkomin til starfa og er mikils vænst starfi hennar. Ranveig verður einnig þjálfari 3. flokks og 7. flokks kvenna hjá Val.Athugasemdir