Helena Sverrisdóttir í Val

Helena Sverrisdóttir skrifaði nú í hádeginu undir samning við Val um að spila með liðinu í Dóminósdeildinni í vetur. Það er óþarfi að kynna Helenu fyrir körfuboltaáhugamönnum á Íslandi enda er hún besta körfuknattleikskona Íslands frá upphafi. Helena kemur til Vals frá ungverska liðinu Cegled. Helena hefur allan sinn feril á Íslandi leikið með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili. Á árunum 2007 til 2011 var hún í TCU háskólanum í Texas. Eftir háskólaboltann var hún atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. 

 

Helena var valinn besti leikmaður Dominosdeildar kvenna á síðasta tímabili. Hún var með 19,7 stig, 13,4 fráköst og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur leikið 68 landsleiki með A landsliði Íslands og er þriðji leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.

 

Með komu Helenu í Val er markmiðið sett hátt. Það er þó ekki síður mikilvægt að með komu Helenu sýnir Valur að félagið leggur mikinn metnað í starfið á öllum stigum. Helena mun, auk þess sem hún spilar með meistaraflokki félagsins, koma inn í öflugt teymi þjálfara barna- og unglingasviðs félagsins. Hún mun halda utan um stúlknaflokk og koma að Valsleiðinni sem snýr að efnilegum ungum leikmönnum félagsins.

 

Fyrir hönd KKD Vals,

 

Grímur AtlasonAthugasemdir